Chinese Crested
Kínverski Faxhundurinn er þokkafullur og glæsilegur smáhundur.
Faxhundurinn er bæði til, hárlaus og í fullum feld.
Bæði afbrigðin fæðast oft í sama gotinu.
Hárlausi hundurinn hefur hár á höfði, fótum og skotti.
Sá loðni hefur , mjúkan, sléttan, millisíðan feld.
Bæði afbrigðin eru leyfileg í öllum litasamsetningum.
Faxhundurinn er mjög hreinlegur hundur og fer lítið úr hárum.
Síðhærða hundinn þarf að greiða reglulega eigi feldurinn ekki að verða mattur og flæktur.
Hárlausa hundinn þarf einnig að baða reglulega og stundum hafa þeir gott af smá rakakremi.
Allt fer þetta þó eftir árstíð og lífsstíl.
Faxhundurinn er vinsælastur af hárlausu tegundunum en telst þó enn til sjaldgæfra tegunda.
Hann er einnig eina hárausa tegundin sem að hefur síðhært afbrigði, en aðrar hafa snöggt afbrigði.
Hann er frábær félagi. ljúfur, líflegur, leikglaður og mikill knúsari.
Faxhundurinn er gáfaður og fylgist vel með því sem er að gerast í kringum hann.
Hann er mjög náinn og trúr eiganda sínum.
Faxhundurinn er mjög lipur og hafa þeir náð góðum árangri í t.d. hundafimi.
Hann er ekki geltinn og hentar vel til borgarlífs.
En þarfnast þó, og hefur gaman af að fara í göngutúra og frjáls hlaup.
Saga tegundar...
Það eru til nokkrar hárlausar tegundir í heiminum,
t.d. Inca Hairless dog, Mexican Hairless, Peruvian Inca Orchid
og svo auðvitað Chinese Crested.
En talið er að allar eigi þær rætur sínar að rekja til Afríku...
Saga Faxhundsins hefur verið rakin allt til 15. aldar.
Afríkubúar notuðu Faxhundinn, sem að þeir nefndu African hairless terrier,
til varma í rúmum sínum.
Er kínversk flutningaskip lögðust að við strendur Afríku komst Faxhundurinn í hendur Kínverja,
hundurinn þótti mikill kostur og góður rottuveiðari.
Það voru síðan Kínverjar sem að gáfu þessum hundum nafnið sem að þeir bera í dag,
Chinese Crested.
Kínverskir könnuðir mátu Faxhundinn mikils
og höfðu mikil vöruskipti með þá á ferðum sínum um heiminn
og eiga því stóran þátt í að “dreifa” Faxhundinum um heim allan.
Skemmtikrafturinn Gypsy Rose Lee átti, og ræktaði Faxhunda.
Hún notaði þá í skemmtiatriði sín og á heiðurinn af því að kynna Breta fyrir tegundinni.
Hæð: um 30cm (á herðarkamb), Þyngd: um 5,5kg
Skemmtilegur alþjóðlegur gagnagrunnur um tegundina:
www.chinesecrested.no
RAS fyrir Chinese Crested
Faxhundurinn er bæði til, hárlaus og í fullum feld.
Bæði afbrigðin fæðast oft í sama gotinu.
Hárlausi hundurinn hefur hár á höfði, fótum og skotti.
Sá loðni hefur , mjúkan, sléttan, millisíðan feld.
Bæði afbrigðin eru leyfileg í öllum litasamsetningum.
Faxhundurinn er mjög hreinlegur hundur og fer lítið úr hárum.
Síðhærða hundinn þarf að greiða reglulega eigi feldurinn ekki að verða mattur og flæktur.
Hárlausa hundinn þarf einnig að baða reglulega og stundum hafa þeir gott af smá rakakremi.
Allt fer þetta þó eftir árstíð og lífsstíl.
Faxhundurinn er vinsælastur af hárlausu tegundunum en telst þó enn til sjaldgæfra tegunda.
Hann er einnig eina hárausa tegundin sem að hefur síðhært afbrigði, en aðrar hafa snöggt afbrigði.
Hann er frábær félagi. ljúfur, líflegur, leikglaður og mikill knúsari.
Faxhundurinn er gáfaður og fylgist vel með því sem er að gerast í kringum hann.
Hann er mjög náinn og trúr eiganda sínum.
Faxhundurinn er mjög lipur og hafa þeir náð góðum árangri í t.d. hundafimi.
Hann er ekki geltinn og hentar vel til borgarlífs.
En þarfnast þó, og hefur gaman af að fara í göngutúra og frjáls hlaup.
Saga tegundar...
Það eru til nokkrar hárlausar tegundir í heiminum,
t.d. Inca Hairless dog, Mexican Hairless, Peruvian Inca Orchid
og svo auðvitað Chinese Crested.
En talið er að allar eigi þær rætur sínar að rekja til Afríku...
Saga Faxhundsins hefur verið rakin allt til 15. aldar.
Afríkubúar notuðu Faxhundinn, sem að þeir nefndu African hairless terrier,
til varma í rúmum sínum.
Er kínversk flutningaskip lögðust að við strendur Afríku komst Faxhundurinn í hendur Kínverja,
hundurinn þótti mikill kostur og góður rottuveiðari.
Það voru síðan Kínverjar sem að gáfu þessum hundum nafnið sem að þeir bera í dag,
Chinese Crested.
Kínverskir könnuðir mátu Faxhundinn mikils
og höfðu mikil vöruskipti með þá á ferðum sínum um heiminn
og eiga því stóran þátt í að “dreifa” Faxhundinum um heim allan.
Skemmtikrafturinn Gypsy Rose Lee átti, og ræktaði Faxhunda.
Hún notaði þá í skemmtiatriði sín og á heiðurinn af því að kynna Breta fyrir tegundinni.
Hæð: um 30cm (á herðarkamb), Þyngd: um 5,5kg
Skemmtilegur alþjóðlegur gagnagrunnur um tegundina:
www.chinesecrested.no
RAS fyrir Chinese Crested